Vörumynd

Scott Flex 9' #7 9' #7

Scott
Scott Flex stöngin er einstaklega létt, köstin áreynslulaus, auk þess sem hún fyrirgefur kastmistök prýðis vel. Stönginni er ætlað að framkalla mikinn línuhraða og þröngan línubug til þess að auka nákvæmni og framsetningu flugunnar. Fremri hlutinn er meðalhraður en neðri hluti stangarinnar mjög aflmikill. Scott Flex var fyrst kynnt á IFTD sýningunni í Orlando á Flórída í júlí 2016. Hún fékk str...
Scott Flex stöngin er einstaklega létt, köstin áreynslulaus, auk þess sem hún fyrirgefur kastmistök prýðis vel. Stönginni er ætlað að framkalla mikinn línuhraða og þröngan línubug til þess að auka nákvæmni og framsetningu flugunnar. Fremri hlutinn er meðalhraður en neðri hluti stangarinnar mjög aflmikill. Scott Flex var fyrst kynnt á IFTD sýningunni í Orlando á Flórída í júlí 2016. Hún fékk strax lofsamlega dóma enda er stöngin sérlega fallega hönnuð og völundarsmíð. Í stönginni er beitt nýjustu tækni Scott sem er að finna í Radian og Meridian verðlaunastöngunum, svo sem X core tækninni til þess að auka á tilfinningu veiðimannsins fyrir vinnslu stangarinnar og ARC (Advance Reinforced Carbon) til þess að auka snúningsátak og styrk stangarinnar . Stönginni , sem er í fjórum hlutum, fylgir stangarpoki og vandaður hólkur, á henni er lífstíðarábyrgð eins og öllum Scott flugustöngum .

Verslaðu hér

  • Veiðiflugur
    Veiðiflugur 527 1060 Langholtsvegi 111, 104 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt