Vörumynd

Trjáklippingar og umhirða

Garðyrkjufræðingurinn góðkunni, Steinn Kárason,
leiðbeinir um krónuklippingu lauftrjáa, um
klippingu og snyrtingu á greni og klípingu á
furu. Útskýrt er hve...

Garðyrkjufræðingurinn góðkunni, Steinn Kárason,
leiðbeinir um krónuklippingu lauftrjáa, um
klippingu og snyrtingu á greni og klípingu á
furu. Útskýrt er hvernig klippa á vinsæla
skrautrunna, rósir, berjarunna og limgerði.
Steinn sýnir réttu handtökin við að flytja tré
og fella tré, einnig hvernig á að gróðursetja og
styðja við tré eftir gróðursetningu. Þá er
greint frá áburði, jarðvegi, safnhaugagerð og
tegundavali. Loks er fjallað um vefjaræktun,
kynbætur og ágræðslu á íslensku birki, en
íslenska birkið og vistkerfi þess á enn undir
högg að sækja hér á landi eftir áníðslu um
aldir.
Trjáklipping, sem fram fer á réttan hátt,
gefur gróðrinum meira notagildi.
Steinn Kárason
samdi handrit og tónlist, valdi upptökustaði,
annaðist kynningar, textalestur og allt sem
lýtur að garðyrkju. Hákon Már Oddson sá um leik-
og upptökustjórn, klippingu og annað sem lýtur
að kvikmyndagerð.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt