Smásagnasafn það sem hér birtist á bók var nær
fullbúið til útgáfu þegar Guðmundur L.
Friðfinnsson lést, síðla árs 2004. Hið knappa
smásöguform lætur höfund...
Smásagnasafn það sem hér birtist á bók var nær
fullbúið til útgáfu þegar Guðmundur L.
Friðfinnsson lést, síðla árs 2004. Hið knappa
smásöguform lætur höfundinum prýðilega og skilar
vel vinsælum höfundareinkennum hans. Hann er
næmur á blæbrigði lífsins í öllum þess
fjölbreytileika. Mannlýsingar eru
eftirminnilegar, atburðir og átök og víða
bregður fyrir léttri kímni en alvaran er gjarnan
djúp undir niðri.