Vörumynd

Loop Opti NXT Switch-pakki 11' #7/8 11' #7 Hægri handar

Loop
Vandaður fluguveiðipakki frá Loop sem inniheldur Opti NXT switch- stöng , Evotec fluguveiðihjól , undirlínu og Opti Drift flotlínu eða aðra sambærilega línu . Vinasamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu. Opti NXT  er ný lína í switch- stöngum frá Loop. Stangirnar sem hannaðar eru af Klaus Frimor eru hugsaðar með nútíma kasttækni í huga, hvort heldur skagit eða spe...
Vandaður fluguveiðipakki frá Loop sem inniheldur Opti NXT switch- stöng , Evotec fluguveiðihjól , undirlínu og Opti Drift flotlínu eða aðra sambærilega línu . Vinasamlegast takið fram óskir um annað línuval í skilaboðareitnum í körfu. Opti NXT  er ný lína í switch- stöngum frá Loop. Stangirnar sem hannaðar eru af Klaus Frimor eru hugsaðar með nútíma kasttækni í huga, hvort heldur skagit eða spey-köst. NXT eru frábær kostur í laxveiðina og henta vel íslenskum ársvæðum. Stöngin hefur fremur djúpa hleðslu og hentar fyrir nettari veiði , s.s. með smáflugum og léttari laxaflugum . Stöngin er ekki hönnuð til veiða með mjög stórum og þungum túpum. Tilfinningin fyrir fiskinum er mikil í gegnum alla stöngina og hún bognar vel niður í neðsta hluta hennar. Pakkanum fylgir Loop Evotec fluguveiðihjól en frá því þau komu fyrst á markað hafa þau notið mikilla vinsælda víða um heim. Evotec G4 er fjórða kynslóðin af þessum frábæru hjólum sem henta ákaflega vel við veiðar á Íslandi. Öll Loop Evotec hjólin eru með ,,Power Matrix Drag System“ sem er einn áreiðanlegasti bremsubúnaðurinn í fluguveiðihjólum og hefur hann fyrir löngu sannað ágæti sitt. Bremsukerfið tryggir jafnt áreynslulaust átak og veitir þannig veiðimanni mikið forskot. Búnaðurinn er algjörlega lokaður og vatnsheldur. Hjólin og spólurnar eru framleidd úr renndu áli en aðrir hlutir eru úr ryðfríu stáli og sérmeðhöndluðu áli. Á hjólinu er undirlína og Loop Opti Drift flotlína , eða önnur sambærileg lína . Línan er hönnuð til að hámarka skilvirkni flugukastsins of framsetningu flugunnar. Hún er afbragðsgóð í hverskonar aðstæðum, í logni sem vindi, en nýtur sín ekki síður vel þar sem pláss fyrir bakkastið er takmarkað. Línan er með fremur langri bak-taperingu sem auðveldar veiðimönnum að menda línuna í straumvatni auk þess sem línan leggst mun betur á vatnsflötinn. Opti Drift er tvílit sem hjálpar til við línustjórnun í vatni, en ekki síður til að auðvelda veiðimanni að finna hleðslupunkt stangarinnar . Línan hleður stangir mjög auðveldlega og rennur ákaflega mjúklega í gegnum lykkjur þeirra. Hún ber flestar flugustærðir- og gerðir, allt frá smáflugum upp í þyngri túpur. Frábær fluguveiðipakki fyrir þá sem vilja mýkt, gæði og fínlega framsetningu.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Veiðiflugur
    Til á lager
    188.900 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt