Vörumynd

Yfirrétturinn á Íslandi

Yfirrétturinn á Íslandi var starfandi á árunum
1563-1800. Stefnt er að því að gefa út
heildarsafn varðveittra gagna frá yfirrétti og
aukalögþingum, en þau s...

Yfirrétturinn á Íslandi var starfandi á árunum
1563-1800. Stefnt er að því að gefa út
heildarsafn varðveittra gagna frá yfirrétti og
aukalögþingum, en þau skjöl eru raunar hluti af
sögu Alþingis hins forna. Áætlað er að þetta
heildarsafn varðveittra gagna frá yfirréttinum
komi út í átta bindum á næstu árum. Í þessu
fyrsta bindi verksins er fræðileg ritgerð eftir
Björk Ingimundardóttur um sögu og starfsemi
yfirréttarins, fjöldi mynda af skjölum,
innsiglum og undirskriftum, auk nokkurra
teikninga frá Þingvöllum frá fyrri öldum.
Allmörg skjöl eru birt sem varpa ljósi á stofnun
yfirréttarins. Megintexti bókarinnar er síðan
dómar og málsskjöl frá árunum 1690-1710, en ekki
hafa varðveist skjöl fyrir þann tíma sem
óyggjandi er að séu upprunnin frá yfirréttinum.
Í viðauka eru birt ýmis skjöl sem bregða ljósi á
málsatvik einstakra dóma og mála sem fyrir
réttinn komu

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt