Fátt er meira gaman en að leika sér. Þessi
skemmtilega bók geymir hundrað leiki sem henta
bæði ungum og öldnum við öll tækifæri. Leikjunum
er skipt í 10 flo...
Fátt er meira gaman en að leika sér. Þessi
skemmtilega bók geymir hundrað leiki sem henta
bæði ungum og öldnum við öll tækifæri. Leikjunum
er skipt í 10 flokka: Afmælisleikir, bílaleikir,
boltaleikir, eltingaleikir, feluleikir, inni- og
útlileikir, keppnisleikir, sundeikir,
tvímenningsleikir og útileguleikir. Hverjum leik
er lýst í stuttum og greinargóðum texta. Þar
kemur fram hversu margir geta leikið leikinn,
hver er heppilegur aldur þátttakenda, hvar best
er að leika leikinn og hvaða áhöld eru
nauðsynleg. Sóley Elídóttir tók bókina saman.
Hún er íþróttafræðingur að mennt og mikil
áhugakona um leiki. Margrét E. Laxness skreytti
bókina líflegum teikningum og skýringarmyndum.