Vörumynd

Guðný Einars-Pictures At An Ex

Orgelverk eftir Jón Nordal
Orgelverk Jóns Nordal
eru fimm talsins og spanna langt tímabil í
tónskáldaferli hans. Fyrsta verkið á diskinum er
sálmfo...

Orgelverk eftir Jón Nordal
Orgelverk Jóns Nordal
eru fimm talsins og spanna langt tímabil í
tónskáldaferli hans. Fyrsta verkið á diskinum er
sálmforleikurinn Kær Jesú Kristí frá árinu 1945
en það verk gaf Jón Páli Ísólfssyni fyrrum
dómorganista. Verkið var lengi týnt en fannst á
Landsbókasafni á haustdögum 2015. Páll Ísólfsson
pantaði síðar annað orgelverk af Jóni, Fantasíu
sem samin var árið 1954. Seinna samdi Jón verkið
Sálmforleikur um sálm sem aldrei var sunginn
fyrir Ragnar Björnsson, fyrrum dómorganista.
Sennilega er þekktasta orgelverk Jóns Tokkata
frá árinu 1985 en það verk var samið í tilefni
af vígslu nýja Dómkirkjuorgelsins og samið í
minningu Páls Ísólfssonar. Síðasta verk Jóns,
Postludium frá 2001, er svo samið í minningu
Ragnars Björnssonar.
Jón Nordal varð níræður í
mars 2016 og eru útgáfa þessara hljóðritana
honum til heiðurs af þessu tilefni.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt