Vörumynd

Haukur Morthens-Hátíð í bæ LP

Þessi klassíska jólaplata Hauks Morthens kom
fyrst út árið 1964. Útsetningar Ólafs Gauks hafa
staðist tímans tönn og hér eru margir ástsælustu
jólasöngvar þ...

Þessi klassíska jólaplata Hauks Morthens kom
fyrst út árið 1964. Útsetningar Ólafs Gauks hafa
staðist tímans tönn og hér eru margir ástsælustu
jólasöngvar þjóðarinnar saman komnir á plötu í
glæsilegri endurútgáfu í bestu hugsanlegu
hljómgæðum. Á baki upprunalegu vinyl útgáfunnar
stóð eftirfarandi m.a.: Þessi hæggenga
hljómplata frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar
Helgadóttur býður upp á 20 eldri og yngri jóla-
og barnasöngva, sem margir eru í nýstárlegum
búningi. Þeir eru sungnir af hinum góðkunna og
vinsæla söngvara Hauki Morthens við undirleik
hljómsveitar. Útsetningar gerði Ólafur Gaukur.
Sum þessara laga eru lítt kunn, en þau eiga
vafalaust eftir að verða vinsæl á íslenzkum
heimilum. Hugmyndin með þessari nýju hljómplötu
er meðal annars sú að sameina heimilisfólkið,
unga og eldri, um að syngja og ganga kringum
jólatréð. Látið því plötuna á grammófóninn og
takið lagið með Hauki Morthens þegar hann syngur
hátíð í bæ.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt