Vörumynd

Draumlygnir dagar

Draumlygnir dagar er ljóðræn för sem höfundur og
lesendur fara
saman í vöku og draumi gegnum
liti og tóna lífsins, söknuð og huggun.
För
þ...

Draumlygnir dagar er ljóðræn för sem höfundur og
lesendur fara
saman í vöku og draumi gegnum
liti og tóna lífsins, söknuð og huggun.
För
þeirra lýkur aldrei því hvað eru draumur og vaka
annað en sitt hvor dansinn við sama stef? Hvað
eru fæðing og dauði annað en tónar í hljómkviðu
lífsins? Og hvað er lífið ef ekki óslökkvandi
eldur í litríku landi eilífðarinnar?
Á
bókarkápu segir:
ÊÍ ljóði er eilífðin aldrei
spurning. Ljóð og óendanleiki sanna án afláts
hvort annað, bæði í rými og tíma sem er
takmarkalaus fyrir vikið. Ljóðið kveikir líf sem
kveikir ljóð sem kveikir líf. Hringrás sem tekur
engan enda og varir að eilífu því orð er alltaf
á lífi: orð er alltaf upphaf, aldrei endir, rétt
eins og lífið sjálft. Dauði er hins vegar
lífvana orð og þar af leiðandi augljós þversögn.
Það er huggun harmi gegn, hverjum sem missir,
grætur og saknar. Og undan því fær enginn
vikist, hvorki í orði né raun.Ë
(Sigurður
Hróarsson)

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt