Vörumynd

Nú kveð ég þig Slétta

Bókin er eins konar óður til Melrakkasléttu,
byggðarinnar við nyrsta haf, þar sem dægur verða
nóttlaus og land og haf verða eins og uppnumin í
himininn. Bók...

Bókin er eins konar óður til Melrakkasléttu,
byggðarinnar við nyrsta haf, þar sem dægur verða
nóttlaus og land og haf verða eins og uppnumin í
himininn. Bókin er til vitnis um mannlífið
norður þar, allt frá því fyrir og um aldamótin
1900 og langt fram eftir 20. öldinni - að vissu
marki aldarspegill. Vísnahöfundurinn, Sigurður
Árnason, var af fátæku fólki kominn, naut þó
sjálfur tiltölulega góðs atlætis. Í inngangi
bókarinnar um ætt Sigurðar og uppvöxt kemur hins
vegar vel fram sá nöturleiki sem fátæklingar á
þeirri tíð áttu við að búa. Í ítarlegu viðtali
lýsir Sigurður lífshlaupi sínu sem ungur maður á
Sléttu. Hann var selaskytta, harmónikuleikari,
hlaupari og margt fleiri. En umfram allt var
hann hraðkvæður vísnasmiður, gæddur leikandi
hagmælsku, með næmt skyn á hið skoplega sem á
vegi hans varð. Í kveðskap hans koma þó einnig
fram djúphugsaðir þættir, svo sem trúarlegur
strengur, rík réttlætiskennd og hógværð.

Verslanir

  • Penninn
    5.186 kr.
    4.667 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt