Vörumynd

Fager JULIA Wings

Fager JULIA mélið sameinar bragð sætmálms og kopars og jafnvel sérvitrustu og viðkvæmustu hross taka þau í sátt.

Koparrúllan í bitanum gefur sterkari áhrif en flatur biti þar sem hún er ...

Fager JULIA mélið sameinar bragð sætmálms og kopars og jafnvel sérvitrustu og viðkvæmustu hross taka þau í sátt.

Koparrúllan í bitanum gefur sterkari áhrif en flatur biti þar sem hún er minni en hærri. Hún gefur hestinum líka eitthvað til að leika við með tungunni.

JULIA mélin virka sérlega vel á hesta sem vilja leggjast á tauminn.

Þegar þrýstingur er settur á tungu viðkvæmra hesta geta þeir sýnt ýmis merki ósættis og óþæginda. Hér eru nokkur af algengum viðbrögðum hesta með viðkvæma tungu.

 • Þeir reyna að draga tunguna upp og yfir mélin.
 • Þeir hrista hausinn.
 • Þeir gera snöggar höfuðhreyfingar til að reyna að losna undan taumsambandinu.
 • Þeir setja höfuðið upp úr eða undir bitann til að reyna að losna við þrýstinginn.
 • Þeir stinga tungunni út úr sér eða bryðja mélið óstjórnlega.

Laus hringurinn gefur tafarlausa eftirgjöf af tannlausa bilinu og tungu. Mélið fer strax í hlutlausa stöðu í munni hestins.

Vængjakerfi Fager með lausum hring hafa nýtt og einstakt einkenni sem kallast TOL™

Vængurinn kemur í veg fyrir að hringurinn geti þrýst á kjálka hestins í reið. Þetta verndar jaxla hestins og gerir það að verkum að stressaðir og hræddir hestar slaka betur á.

Sumum knöpum finnst hesturinn helst til of þungir og að þeir fái hægari viðbrögð frá hestinum á D mélum. Í þeim tilvikum er æskilegt að prófa vængjakerfið í staðin.

Vængirnir koma í veg fyrir að mélið geti klipið hestinn í varir og munnvik og minnka líkur á að mélið dragist í gegn um munninn.

Þetta eru punktar sem safnast hafa frá hestamönnum sem hafa hjálpað til við að þróa og prófa mélið:

 • Koparrúllan á bitanum virkar sérlega vel á hesta sem vilja leggjast á taumana og taka stjórnina af knapanum..
 • Þegar riðið er með taumsamband er meiri þrýstingur á tunguna en tannlausa bilið. Koparrúllan gefur hestinum sterkan þrýsting á tungu ef hann reynir að taka stjórnina af knapanum. Þegar hesturinn gefur eftir fer þrýstingurinn af tungunni.
 • TOL™ kemur í veg fyrir að hringurinn snúist og myndi þrýsting á jaxla hestins.
 • Hestar eru oft sáttari við mél úr sætmálmi (blátt málmblendi) en úr öðrum málmi.
 • 105mm / 4¼" - 10mm
 • 115mm / 4½" - 12mm

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt