Vörumynd

Í leit að staðfestu

Jónas H. Haralz fæddist 1919, árið eftir
fullveldi, og stóð ávallt nálægt kviku atburða í
efnahagsmálum þjóðarinnar á sínum langa ferli.
Hann var skarpur gr...

Jónas H. Haralz fæddist 1919, árið eftir
fullveldi, og stóð ávallt nálægt kviku atburða í
efnahagsmálum þjóðarinnar á sínum langa ferli.
Hann var skarpur greinandi í bæði ræðu og riti
og var einn fárra samtíðarmanna til þess að
grípa þýðingu atburða þegar þeir gerðust. Það
hefðu því fáir átt að vera betur til þess
fallnir að greina atburði ársins 2008 í sögulegu
samhengi en einmitt hann.

Í þessari stuttu bók
birtast nokkrar greinar eftir Jónas,
fyrirlestrar og viðtöl frá 2009 Í sem er bæði
árið eftir hrun og árið sem hann varð níræður.
Þessi skrif eru tekin saman undir ritstjórn
Ásgeirs Jónssonar hagfræðings í tilefni af 95
ára afmæli Jónasar árið 2014.
Hér birtist sýn
Jónasar á þýðingu hrunsins fyrir framtíð
landsins auk þess sem einnig fylgja ráð til
ráðvilltrar þjóðar. Sérstaklega standa skýrum
stöfum aðvaranir um að Íslendingar endurtaki
mistök fortíðar og dragi sig frá umheiminum með
höftum og einangrunarhyggju.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt