Vörumynd

Provisional Life

Provisional Life er ljósmyndabók um fólk sem átti ekki annara kosta völ en að flýja heimaland sitt og bjuggu í flóttamannaheimili í Þýskalandi. Myndirnar eru teknar á þriggja ára tím...

Provisional Life er ljósmyndabók um fólk sem átti ekki annara kosta völ en að flýja heimaland sitt og bjuggu í flóttamannaheimili í Þýskalandi. Myndirnar eru teknar á þriggja ára tímabili. Þetta eru portrettmyndir af íbúunum, myndir úr daglegu lífi þeirra sem og húsakostinum sem þeir bjuggu við. Rýmið sem einstaklingar eða fjölskyldur fá úthlutað er takmarkað og húsgögnin eru öll eins. Myndirnar sýna áhrifin sem svona aðstæður hafa á fólk sérstaklega á fullorðna fólkið en síður á börnin. Fjölmiðlar fjalla oft um flóttafólk sem einsleitan hóp, en það er alls ekki raunin. Það sem þetta fólk á sameiginlegt er að hafa tekið þá ákvörðun að yfirgefa eigið land í leit að öryggi og betra lífi og það krefst hugrekkis og dirfsku.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt