Vörumynd

Þórður kakali

Höfundur: Ásgeir Jakobsson

Þórður kakali Sighvatsson var einn mesti foringi á Sturlungaöld. Hann var stórbrotin persóna, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og v...

Höfundur: Ásgeir Jakobsson

Þórður kakali Sighvatsson var einn mesti foringi á Sturlungaöld. Hann var stórbrotin persóna, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Hann sameinaði hörku, vitsmuni og skipulagsgáfu. Ásgeir Jakobsson rekur hér sögu Þórðar kakala eftir þeim sögubrotum sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungasafninu — í Þórðarsögu, Íslendingasögu, Arons sögu Hjörleifssonar, Þorgils sögu skarða og Hákonar sögu. Ásgeir bregður upp lifandi myndum af mannlífi og valdabaráttu á Sturlungaöld og varpar meðal annars nýju ljósi á einu sjóorrustu Íslendinga, Flóabardaga.
Enginn íslenskur höfundur hefur skrifað um sjómenn, skip og hafið eins og Ásgeir Jakobsson (1919–1996). Hann var landskunnur fyrir skrif sín um sjávarútvegsmál og ævisögur hans um útgerðarmenn hafa sérstöðu í bókmenntum okkar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt