Vörumynd

Málverk/Paintings kilja

Blómamyndir Eggerts Péturssonar eru ein
þekktustu og dáðustu verk íslenskrar
samtímalistar. Með dáleiðandi fjölbreytni sinni
draga þau áhorfandinn inn í tak...

Blómamyndir Eggerts Péturssonar eru ein
þekktustu og dáðustu verk íslenskrar
samtímalistar. Með dáleiðandi fjölbreytni sinni
draga þau áhorfandinn inn í takmarkalausa
gróðurveröld sem á sér engar hliðstæður. Fyrir
þessa glæsilegu útgáfu voru valin öll helstu og
þekktustu málverk Eggerts og þau prentuð í
samræmi við umfang sitt í einni stærstu bók sem
komið hefur út hérlendis. Í greinargóðum formála
skýrir listamaðurinn út forsendur verkanna. Hver
mynd geymir sérstakt gróðurkerfi. Hver planta er
máluð í raunstærð sinni og aldrei er notast við
klassíska fjarvídd. Við erum minnt á það
ríkidæmi sem býr í umhverfi okkar og þá einstöku
sýn sem hefur gert Eggerti kleift að skapa nýjan
heim úr fábrotinni flóru.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt