Vörumynd

Píla pína

Ævintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp. Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum my...

Ævintýrið um Pílu pínu kom fyrst út árið 1980, en hafði haustið áður verið flutt í útvarp. Bókin hefur verið ófáanleg í mörg ár og því var ráðist í að endurútgefa söguna með nýjum myndum eftir Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur.
Sagan gerist í músabyggðinni í Lyngbrekku en aðalpersónan er litla lífsglaða músin Píla pína. Hvernig stóð á því að Píla og mamma hennar voru að ýmsu leyti ólíkar hinum músunum ? Mamman hafði borist með undarlegum hætti til músaþorpsins sem ungi og Píla ann sér ekki hvíldar fyrr en hún hefur leyst gátuna um uppruna hennar. Til þess leggur hún upp í langa ferð upp með Lyngbrekkulæknum þar sem hættur eru á hverju strái...
Höfundurinn, Kristján frá Djúpalæk (1916-1994), er þekkt ljóðskáld í heimi hinna fullorðnu. En hann hefur einnig samið og þýtt ljóð sem öll börn kunna, sbr. söngvana í leikritunum um Dýrin í Hálsaskógi, Kardimommubæinn og fleiri.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  3.990 kr.
  Skoða
 • Penninn
  Til á lager
  2.999 kr.
  2.699 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt