Vörumynd

Íslenskir Fuglar - Leðurband

Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal
Sveinbjarnarson (1826Í1907) er eitt af hans
helstu verkum en hefur verið nánast óþekkt jafnt
meðal almennings sem fr...

Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal
Sveinbjarnarson (1826Í1907) er eitt af hans
helstu verkum en hefur verið nánast óþekkt jafnt
meðal almennings sem fræðimanna. Í bókinni er
birt heildaryfirlit yfir alla fugla sem sést
höfðu á Íslandi svo vitað væri fram til ársins
1900 og teiknar Benedikt myndir af þeim öllum,
lýsir þeim og segir frá því helsta sem um þá var
vitað. Hátíðarútgáfan sýnir handritið í sinni
upprunalegu stærð og umfangi, eins og Benedikt
gekk frá því. Hún kemur út í 100 tölusettum
eintökum sem eru handinnbundin í íslenskt
sauðskinn frá Loðskinni á Sauðárkróki og í
viðarkassa. Öll vinnsla bókarinnar fer fram
hérlendis. Hér um að ræða einn stærsta og
glæsilegasta prentgrip íslenskrar útgáfusögu.
Íslenskir fuglar eru gefnir út í samstarfi við
Náttúrufræðistofnun Íslands, en handrit
bókarinnar hefur verið í vörslu stofnunarinnar í
yfir hálfa öld. Sérfræðingar stofnunarinnar unnu
að útgáfu hennar og ritun skýringa.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt