Vörumynd

Ólafur Arnalds-Island Songs

Tónskáldið Ólafur Arnalds og leikstjórinn Baldvin
Z hafa sameinað krafta sína og unnið að tónlistar-
og myndbandsverkefninu Island Songs. Í sjö vikur
sumari...

Tónskáldið Ólafur Arnalds og leikstjórinn Baldvin
Z hafa sameinað krafta sína og unnið að tónlistar-
og myndbandsverkefninu Island Songs. Í sjö vikur
sumarið 2016 ferðuðust Ólafur og Baldvin um
Ísland, ásamt hljóðfæraleikurum og tökufólki, og
rannsökuðu hvernig íslensk náttúra og menning
hafa áhrif á tónsköpun.

Ísland er þekkt fyrir fjölda tónlistarmanna miðað
við höfðatölu og Ólafur og Baldvin vildu kanna
hvort Ísland sé áhrifavaldurinn. Þeir kanna
fjörlegt líf íslenskra tónlistarmanna og -kvenna
og veita áhugasömum aðgang að verki þeirra sem
birtist í bæði hljóði og mynd samtímis. Ólafur
heimsækir ýmsa listamenn og vinnur með þeim á
heimaslóðum þeirra og skapar með þeim tónlist.
Hver einasti listamaður sem kemur að verkefninu
hefur sína sögu að segja og tjáir sig á sinn
einstaka hátt. Listamennirnir eiga sér allir
mismunandi bakgrunn og koma frá mismunandi
bæjarfélögum. Þeir samanstanda meðal annars af
söngvurum, frægum rokkgrúppum og
kirkjuorgelleikurum.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Penninn
    Til á lager
    3.799 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt