Vörumynd

Vargurinn

Á kaldri janúarnótt kviknar í íbúðarhúsi á
Seyðisfirði. Valdimar Eggertsson
rannsóknarlögreglumaður er sendur á vettvang.
Skömmu síðar taka fleiri eldar að ...

Á kaldri janúarnótt kviknar í íbúðarhúsi á
Seyðisfirði. Valdimar Eggertsson
rannsóknarlögreglumaður er sendur á vettvang.
Skömmu síðar taka fleiri eldar að loga og verður
mönnum þá ljóst að mikil vá hvílir yfir bænum.
En er þetta venjulegur brennuvargur eða býr
annað að baki? Til þess að stöðva þennan
hrylling verður Valdimar að brjótast í gegnum
vef ofinn úr slúðri, lygum og innstu þrám
mannsins. Jón Hallur sendi frá sér
sakamálasöguna Krosstré árið 2005. Hún hlaut
gríðarlega góðar viðtökur og hefur komið út
víðsvegar um heim. Vargurinn kemur innan skamms
út í Þýskalandi, en þar, einsog víðar, hefur Jón
Hallur verið kallaður Krónsprins íslensku
glæpasögunnar.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt