Vörumynd

Skoppa og Skrítla í 10 ár

Skoppa og Skrítla hafa skemmt yngstu kynslóðinni
með hágæðabarnaefni í heilan áratug og af því
tilefni lítur platan Skoppa og Skrítla í 10 ár
dagsins ljós. ...

Skoppa og Skrítla hafa skemmt yngstu kynslóðinni
með hágæðabarnaefni í heilan áratug og af því
tilefni lítur platan Skoppa og Skrítla í 10 ár
dagsins ljós. Á plötunni eru einungis frumsamin
lög og auk þess þemalag Skoppu og Skrítlu í
nýjum búningi. Á milli laga fá áhorfendur svo að
hlýða á leikrit sem vindur fram eftir því sem
líður á plötuna.

Í tilefni útgáfunnar blása
þær Skoppa og Skrítla til risa afmælishátíðar
26. og 27. júlí næstkomandi kl. 14 í Fjölskyldu-
og Húsdýragarðinum. Þar má búast við að Lúsi,
Bakari Svakari, Zúmmi, Kúrekarnir,
Skógardvergarnir, Sjeikspír og allir hinir láti
sjá sig.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt