Vörumynd

Ylja-Ylja

Hér er á ferðinni splunkuný plata frá hljómsveit
sem hefur rutt sér allhressilega til rúms
síðustu misseri í íslensku tónlistarlífi. Á
frumburði þessum, sem...

Hér er á ferðinni splunkuný plata frá hljómsveit
sem hefur rutt sér allhressilega til rúms
síðustu misseri í íslensku tónlistarlífi. Á
frumburði þessum, sem ber einfaldlega nafn
hljómsveitarinnar Í Ylja Í er víða drepið niður
fæti, en sveitin hefur getið sér gott orð fyrir
grípandi, fjölbreyttar og spennandi lagasmíðar.
Sveitina skipa Bjartey Sveinsdóttir og Guðný
Gígja Skjaldardóttir, sem báðar leika á gítar og
syngja. Það er svo Smári Tarfur Jósepsson sem
spilar á slidegítar, en Tarfurinn Í eins og hann
gjarnan er kallaður Í var sem kunnugt er í
Quarashi er ævintýri þeirrar sveitar stóð sem
hæst og kom einnig við sögu hjá Hot Damn! og
Lights On The Highway. Hljómur Ylju sker sig
því töluvert úr í hinni litríku og skemmtilegu
flóru íslensks tónlistarlífs. Hnitmiðaður
gítarleikur stelpnanna í bland við seiðandi
raddanir, ásamt ótrúlegum slidegítarleik
Tarfsins gerir hljóm Ylju að einstakri upplifun.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt