Vörumynd

Mánasteinn Hljóðbók CD

Árið er 1918 og frá Reykjavík má sjá eldgosið í
Kötlu mála himininn nótt sem dag. Lífið í
höfuðstaðnum gengur sinn vanagang þrátt fyrir
náttúruhamfarir, kol...

Árið er 1918 og frá Reykjavík má sjá eldgosið í
Kötlu mála himininn nótt sem dag. Lífið í
höfuðstaðnum gengur sinn vanagang þrátt fyrir
náttúruhamfarir, kolaskort og styrjöldina úti í
hinum stóra heimi. Íslendingar búa sig undir að
verða fullvalda þjóð. Drengurinn Máni Steinn
lifir í kvikmyndunum. Sofandi dreymir hann
myndirnar í tilbrigðum þar sem vefur atburðanna
er slunginn þráðum úr hans eigin lífi. Vakandi
hefst hann við á jaðri samfélagsins. En þá tekur
spænska veikin land og leggur þúsundir bæjarbúa
á sóttarsæng, sviptir hundruð lífinu. Skuggar
tilverunnar dýpka. Í brjósti Mána Steins ólmast
svartir vængir. Það súgar milli heima í veröld
þar sem líf og dauði, veruleiki og ímyndun,
leyndarmál og afhjúpanir vegast á. Sjón fékk
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2005
fyrir Skugga-Baldur. Hann hefur gefið út fjölda
skáldverka sem þýdd hafa verið á erlend tungumál.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt