Vörumynd

Vatnsstígur

Vatnsstígur er fyrsta ljóðabók Jónasar Reynis Gunnarssonar og sú 25. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist. Í tregafullum ljóðum Tryggva...

Vatnsstígur er fyrsta ljóðabók Jónasar Reynis Gunnarssonar og sú 25. í seríu Meðgönguljóða, bókaflokki Partusar helguðum nýjabruminu í íslenskri ljóðlist. Í tregafullum ljóðum Tryggva Steins eru ljós og skuggar á sífelldri hreyfingu á meðan konan á efri hæðinni dansar hægt um gólfið á háum hælum. Vatnsstígur er smálegt ljóðverk sem læðist út úr haustmyrkrinu. Það fjallar um ástir sem renna út í sandinn og leiðir fólks inn í skugga og út úr þeim. Ljóðin takast, í örfáum línum, á við mismerkilegar hugmyndir og tilfinningar á borð við missi og vonleysi, einmanaleika og einangrun, fyrringu, fortíðarþrá, von, sátt og tregagleði. Höfundur dregur upp draumverulegar myndir sem miðla látlausri innri fegurð í gegnum myrkur og kulda. Vatnsstígur hentar vel til lestrar á bak við regn og skítugar gluggarúður með ylinn í bakið.

Verslanir

 • Heimkaup
  Til á lager
  1.490 kr.
  Skoða
 • Penninn
  2.499 kr.
  Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt