Vörumynd

Konan í Búrinu

Konan í búrinu er hörkugóð, dönsk spennumynd sem
fengið hefur afar góða dóma og ætti að hitta í
mark hjá þeim sem kunna að meta danska
kvikmyndagerð. Áhorfe...

Konan í búrinu er hörkugóð, dönsk spennumynd sem
fengið hefur afar góða dóma og ætti að hitta í
mark hjá þeim sem kunna að meta danska
kvikmyndagerð. Áhorfendur fá að fylgjast með
rannsóknarlögreglumanninum Carl Mørck og Assad,
aðstoðarmanni hans, sem flækjast í fimm ára
gamalt mál sem varðar dularfullt hvarf ungu
dönsku þingkonunar Merete Lynggaard af
farþegaferju. Rannsóknin leiðir þá félaga á kaf
í undirheimana, þar sem misþyrmingar og illvirki
lúra - rétt undir fáguðu yfirborði
Norðurlandanna.
Myndin er gerð eftir sögu
krimmahöfundarins Jussi Adler-Olsen, sem ætti að
vera Íslendingum vel kunnur. Bókin kom út árið
2007 og í kjölfarið komu fjórar bækur til
viðbótar frá höfundinum. Leikstjóri Konunnar í
búrinu á meðal annars að baki sjónvarpsþættina
Borgen, Anna Pihl og Klovn, auk þess sem hann
leikstýrði bíómyndinni Klovn.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt