Vörumynd

Ragnheiður Gröndal-Svefnljóð

Ragga Gröndal hefur nú gefið út nýja plötu sem
ber nafnið Svefnljóð. Platan er ljóðrænn seiður
á íslenskri tungu sem leiðir hlustandann inn í
ástand hvílunn...

Ragga Gröndal hefur nú gefið út nýja plötu sem
ber nafnið Svefnljóð. Platan er ljóðrænn seiður
á íslenskri tungu sem leiðir hlustandann inn í
ástand hvílunnar. Þó að ókyrrð heimsins og hin
myrku öfl tilverunnar séu innan seilingar þá
fljóta þau um í sefjandi andrými þar sem
hlustandinn er ávallt umvafinn móðurlegum faðmi.
Tónlistin og textarnir eru eftir Röggu þó að
nokkur ljóð hafi verið fengin að láni hjá
Hallgrími Helgasyni, Sigurði Pálssyni og
Kristínu Jónsdóttur frá Hlíð.

Ragga tjáir lögin
með tilfinningaríkum hætti í náinni tengingu við
píanóleik sinn. Hún sér að mestu um útsetningar
en einnig í samstarfi við meðleikarana. Þeir eru
Guðmundur Pétursson gítarleikari, Haukur Gröndal
blásari, slagverksmennirnir Claudio Spieler,
Birgir Baldursson og Matthías Hemstock auk þess
sem goðsögnin Pálmi Gunnarsson leikur á bassa og
hefur upp raust sína á einum stað.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt