Vörumynd

Nágrannar - Stuðlamál og stutt

Sigurlín Hermannsdóttir hefur lengið verið þekkt sem hagyrðingur og skáld. Vísur hennar og kvæði hafa birst á netmiðlum og í blöðum og tímaritum og vakið verðskuldaða afhygli. Áður hafa komið frá henni þrjár ljóðabækur: Á mína vísu og Að gefnu tilefni sem báðar komu út árið 2012 og Pönnukökur og plokkfiskur sem kom út 2015. Í þessari nýju bók yrkir hún enn undir hefbundnum bragarh...

Sigurlín Hermannsdóttir hefur lengið verið þekkt sem hagyrðingur og skáld. Vísur hennar og kvæði hafa birst á netmiðlum og í blöðum og tímaritum og vakið verðskuldaða afhygli. Áður hafa komið frá henni þrjár ljóðabækur: Á mína vísu og Að gefnu tilefni sem báðar komu út árið 2012 og Pönnukökur og plokkfiskur sem kom út 2015. Í þessari nýju bók yrkir hún enn undir hefbundnum bragarháttum. Þar má nefna ljóðahátt, fornyrðislag, dróttkveðu og hrynhendu auk rímaháttanna. Þá má sjá hér ýmsa erlenda hætti sem hafa skotið rótum í túni íslenskra braga, svo sem sonnettu og þríhendu. Hér er meira að segja ljómandi vel gert ljóð undur sestínuhætti sem er þó ekki á allra færi. Öll þessi bragform leika í höndum höfundarins.

Efni ljóðanna er margvíslegt. Sigurlín yrkir um náttúruna, dýralífið og gróðurinn og svo manninn og tengsl hans við umhverfið sitt, um vini og samferðafólk - og barnabörnin. Efnistökin einkennast af hlýju, skilningi og kími.

Síðasti kafli bókarinnar heitir Í sagnastuði. Þar eru örsögur, afar knappir textar sem kveikja óvænt og ófyrirséð viðbrögð í huga þess sem les.

Þetta er vönduð bók og vel unnin.

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt