Vörumynd

Oculus Rift S VR

Oculus

Oculus Rift S VR sýndarveruleika gleraugun eru aftur komin og nú með betri upplausn, 5 myndavélar með hreyfiskynjara og þráðlausa tengingu. Upplifðu ótrúlega raunverulegan heim með nýjustu tækninni. Gleraugun nota háþróaðan LCD skjá með 80Hz endurnýjunartíðni og 1200x1440 upplausn fyrir hvert auga sem gefur skýrari myndir og liti en í fyrri týpum. Innbyggðir hátalarar og hljóðnemi færa...

Oculus Rift S VR sýndarveruleika gleraugun eru aftur komin og nú með betri upplausn, 5 myndavélar með hreyfiskynjara og þráðlausa tengingu. Upplifðu ótrúlega raunverulegan heim með nýjustu tækninni. Gleraugun nota háþróaðan LCD skjá með 80Hz endurnýjunartíðni og 1200x1440 upplausn fyrir hvert auga sem gefur skýrari myndir og liti en í fyrri týpum. Innbyggðir hátalarar og hljóðnemi færa þig enn nær raunveruleikanum með góðum hljóm.

Hreyfiskynjun
VR gleraugun eru með 5 innbyggðar myndavélar með háþróaða hreyfiskynjara, auk 6DoF (Six Degrees if Freedom) sem þýðir aukin hreyfigeta upp, niður, afturábak, áfram, hægri og vinstri án tafar. Gleraugun notast ekki við neina skynjara sem þarf að setja upp, svo minna er um snúrur. Ein sem þarf er ein snúra til að tengja gleraugun við PC tölvuna. Hvort sem þér þykir betra að sitja eða standa munu VR gleraugun halda góðri tengingu og nákvæmni.

Þráðlausar fjarstýringar
Tvær þráðlausar Oculus Touch fjarstýringar fylgja með í pakkanum. Fjarstýringarnar gefa raunverulega tilfinningu fyrir umhverfinu hvort sem þú þarft að opna hurðar, lyfta kössum, henda boltum eða nota skotvopn. Með hjálp innbyggðu myndavélanna verður hver hreyfing nákvæm. Hver fjarstýring nota 1xAA rafhlöður (innifalið).

Hönnun
Þægileg höfuðól fylgir með gleraugunum sem veitir góðan stuðning.

Oculus Store
Notaðu VR gleraugun eða PC tölvuna til þess að skoða Oculus Store og hlaða niður VR leikjum, skemmtiefni, forritum og fleira. Einnig er hægt að tengja heyrnatól með 3.5mm mini jack tengi.

Kerfiskröfur
- Nvidia GeForce GTX 1060 / AMD Radeon RX 480 skjákort eða nýrra
- Intel Core i5-4590 / AMD Radeon R9 290 CPU, eða nýrra
- 8 GB RAM eða meira
- 1x DisplayPort 1.2 / MIni DisplayPort (með millistykki)
- Windows 10
- 1x USB 3.0 tengi

Innifalið í pakkningu
- Oculus Rift S VR gleraugu með innbyggðum hátalara og hljóðnema
- 5m löng snúra
- 2x Oculus Touch fjarstýringar
- AA rafhlöður
- Mini DisplayPort fyrir DisplayPort millistykki

Ath! Ekki er mælt með að Oculus Rift S sé notað af 13 ára og yngri.

Almennar upplýsingar

Leikjatölvur
Framleiðandi Oculus

Verslaðu hér

  • ELKO Landsins mesta úrval af raftækjum 544 4000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt