Vörumynd

Hulk á íslensku

Bruce Banner er vísindamaður sem er að vinna á Gamma herstöð þar sem hann hefur verið beðinn um að hanna nýja sprengju sem á að koma í stað kjarnorkuvopna. Þegar tilraunasprengja er sprengd þarf Banner að leggja líf sitt í hættu til að bjarga vandræðaunglingnum Rick Jones sem hefur flækst út á tilraunasprengjusvæðið í óleyfi. Bruce Banner lifir sprenginguna af - en á næturnar breytist á óskilja...
Bruce Banner er vísindamaður sem er að vinna á Gamma herstöð þar sem hann hefur verið beðinn um að hanna nýja sprengju sem á að koma í stað kjarnorkuvopna. Þegar tilraunasprengja er sprengd þarf Banner að leggja líf sitt í hættu til að bjarga vandræðaunglingnum Rick Jones sem hefur flækst út á tilraunasprengjusvæðið í óleyfi. Bruce Banner lifir sprenginguna af - en á næturnar breytist á óskiljanlegan og ótrúlegan hátt í skrímsli - hann breytist í Hulk! Það sem gerist eftir það er hluti af einni stærstu sögu myndasöguheimsins en Hulk mun síðar ganga til liðs við ofurhetjurnar hjá Marvel sem stofna Avengers. Í bókinni tekst Bruce Banner á við afleiðingar sprengjunnar og hið nýja hlutverk sem Hulk, á meðan hann berst við herinn, hin illræmdu 'Þau', Da Halperin og Gargoyle! Bókin er kærkomin lesning fyrir gamla Hulk aðdáendur og spennandi saga fyrir þá sem hefja nú kynni við hann.

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt