Vörumynd

ALFA Arctic 9 Gun smoke fluguhjól

Arctic
ARCTIC 9 hentar vel á Switch stangir, stærri einhendur og er flottur félagi þegar farið er í almenna laxveiði eða saltvatnsveiði. Hin ótrúlegu Alfa fluguhjól frá Finnlandi. Þúsundir þekkja Alfa flughjólin, og ekki einungis vegna hins sérstaka litavals, heldur einnig vegna þess að hér er á ferð hágæða Finnsk hönnun og framleiðsla! Nafnið segir allt sem segja þarf. ARCTIC – hreint, tært, listileg...
ARCTIC 9 hentar vel á Switch stangir, stærri einhendur og er flottur félagi þegar farið er í almenna laxveiði eða saltvatnsveiði. Hin ótrúlegu Alfa fluguhjól frá Finnlandi. Þúsundir þekkja Alfa flughjólin, og ekki einungis vegna hins sérstaka litavals, heldur einnig vegna þess að hér er á ferð hágæða Finnsk hönnun og framleiðsla! Nafnið segir allt sem segja þarf. ARCTIC – hreint, tært, listilegar hönnunarlínur með fullkomnu bremsukerfi. Með því að nota bestu efni sem völ er á hafa hönnuðir og verkfræðingar Alfa skapað gríðarfallegt villidýr. Náttúra norðursins og list hafa verið drifkraftur í sköpun á þessu fallega útliti. Og ekki einungis er það útlitið sem máli skiptir, heldur er það sem þau búa að að innan sem skiptir álíka miklu máli. Alfa teymið hefur skapað einstakt nútíma bremsukerfi með hámarks bremsukrafti sem er samt sem áður einstaklega mjúkt. ARCTIC hjólin koma öll með margdiska kotrefja bremsukerfi sem Alfa teymið vill meina að það sé skilvirkasta efnið sem til er til að standast mikinn hita án þess að slitna. Ólíkt öðrum bremsukerfum sem nota kork, plast, eða fjölliða efni þá þjappast koltrefjar ekki né rýrnar, bráðnar, né brennur. Það hefur gert Alfa teyminu kleyft að búa til hágæða bremsukerfi sem er mjög traust og endingargott. Arctic fluguhjólin eru með 17.5kg / 38lbs bremsukraft í stærðum 5 og 7. Ekki er þörf á að nota nein verkfæri þegar inndrætti er snúið. ARCTIC 9 hentar vel á Switch stangir, stærri einhendur og er flottur félagi þegar farið er í almenna laxveiði eða saltvatnsveiði. Kemur með kraftmikilli bremsu – 14.5kg/31lbs bremsukrafti. Hægt er að nota spólur af ARCTIC 11 hjólum á þetta hjól. Upplýsingar: Ofurlétt, miðlungs arbor hjól Djúp, hönnun í botni spólu fyrir auka undirlínu Multi-disk koltrefja bremsukerfi – einstaklega mjúkt, með gríðarlegum krafti Rennd úr heilli 6061 airplane grade álblokk Bremsuhnappur úr áli Er seltuþolið og með þéttu bremsukerfi Samhæft fyrir Omega 4-D flugustangir MÓDEL LÍNUÞYNGDIR ÞYNGD ARCTIC 3 3 – 6 146 g ARCTIC 5 5 – 7 174 g ARCTIC 7 7 – 9 174 g ARCTIC 9 8 – 10 186 g ARCTIC 11 10 – 12 188 g Ábyrgðir og þjónusta: Alfa er ekki að flækja hlutina. Tveggja ára ábyrgð, og þar á eftir er fullkomin þjónusta. Alfa er metnaðarfullt fyrirtæki með bækistöðvar í Rovaniemi í Finnlandi, rétt ofan við Norðurheimskautsbaug. Allt frá byrjun hafa hönnuðir fyrirtækisins verið með skýrt markmið: að þróa hágæða vörur sem bætir einhverju nýju við fluguveiðina þína! Vörur þar sem hugsað hefur verið fyrir öllu, eru fallegar, og áræðanlegar. Hinar hörkulegu aðstæður ofan Norðurheimskautsbaug eru hinn fullkomni leikvangur þegar kemur að hönnun og prófunum á vörum Alfa.

Verslaðu hér

  • Veiðiflugan
    5%
    Veiðiflugan 474 1400 Hafnargötu 2, 730 Reyðarfirði

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt