Vörumynd

Sú sem varð að deyja

David Lagercrantz

Lisbeth Salander mun ekki híma í fylgsni sínu sem hundelt bráð. Hún hefur látið sig hverfa og af henni finnst hvorki tangur né tetur. Enginn veit að nú loksins hefur hún í sjónmáli tvíburasystur sína og glæpasamtökin sem faðir hennar stofnaði.
Mikael Blomkvist leitar til Salander svo að hann geti borið kennsl á útigangsmann sem lifði og dó á götum Stokkhólmsborgar. Maðurinn finnst hvergi í...

Lisbeth Salander mun ekki híma í fylgsni sínu sem hundelt bráð. Hún hefur látið sig hverfa og af henni finnst hvorki tangur né tetur. Enginn veit að nú loksins hefur hún í sjónmáli tvíburasystur sína og glæpasamtökin sem faðir hennar stofnaði.
Mikael Blomkvist leitar til Salander svo að hann geti borið kennsl á útigangsmann sem lifði og dó á götum Stokkhólmsborgar. Maðurinn finnst hvergi í kerfinu og hinstu orð hans voru óljóst muldur sem gæti skaðað valdamenn á æðstu stöðum, en í úlpuvasa hans fannst miði með símanúmeri Mikaels.

Enn á ný snúa Salander og Blomkvist bökum saman en glíma við sitthvort málið: hann að fletta ofan af spillingu í sænska stjórnkerfinu og hún að særa burt drauga fortíðar og gamlar syndir.
Sú sem varð að deyja er síðasta bókin sem David Lagercrantz skrifar um sagnaheiminn sem Stieg Larsson skapaði. Millennium-bækurnar eru einn vinsælasti sagnabálkur sögunnar og hafa selst í yfir 100 milljónum eintaka um víða veröld.

Halla Kjartansdóttir þýddi.

Verslaðu hér

  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun
  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt