Vörumynd

LEPTITER LED innfelldur ljóskastari

IKEA

Með þessum LED snjallljóskastara getur þú lagað lýsinguna að mismunandi aðstæðum, til dæmis hlýja birtu við kvöldverð og bjartari og kaldari birtu við vinnu.

Settu upp marga kastara á ganginum eða annars staðar þar sem þú vilt góða lýsingu.

LED lýsing notar allt að 85% minna af orku og endist um tuttugu sinnum lengur en hefðbundin glópera.

Prófað og samþykkt til notkunar ...

Með þessum LED snjallljóskastara getur þú lagað lýsinguna að mismunandi aðstæðum, til dæmis hlýja birtu við kvöldverð og bjartari og kaldari birtu við vinnu.

Settu upp marga kastara á ganginum eða annars staðar þar sem þú vilt góða lýsingu.

LED lýsing notar allt að 85% minna af orku og endist um tuttugu sinnum lengur en hefðbundin glópera.

Prófað og samþykkt til notkunar á baðherbergi.

Þú getur notað TRÅDFRI fjarstýringu (seld sér) til að stýra allt að tíu ljósgjöfum sem bregðast allir við á sama hátt – deyfðu, kveiktu eða slökktu og breyttu frá heitri í kalda lýsingu í þremur skrefum.

Bættu við TRÅDFRI gátt og IKEA Home smart appinu og þú getur ákveðið hvaða ljós kvikna samtímis og stjórnað þeim með mismunandi hætti.

Nánari upplýsingar:

Innbyggð LED lýsing.

Hægt er að breyta litahitastiginu með þremur mismunandi stillingum: 2.200 Kelvin (hlýr bjarmi), 2.700 Kelvin (hlýr hvítur) og 4.000 Kelvin (kaldur hvítur).

Samþykkt fyrir IP44.

Breidd ljósgeisla: 100°.

Hægt að nota með þráðlausum ljósdeyfi.

Ljósið sendir frá sér 600 lúmen sem er jafngilt þeirri birtu sem kemur frá 48 vatta glóperu.

Ekki er hægt að nota þennan innfellda LED ljóskastara með veggtengdum ljósdeyfi.

Þú þarft TRÅDFRI gátt til að geta notað IKEA Home smart appið. Náðu í fría IKEA Home smart appið í Google Play eða App Store, eftir því hvernig síma þú ert með.

Vertu viss um að vera með nýjustu uppfærsluna af TRÅDFRI gáttinni til að geta tengt hana við Amazon Alexa, Apple HomeKit eða Google Home.

Aðeins hægt að nota með IKEA ljósastýringarvörum.

LED lýsing hitnar lítið og því þarf ekki hitavarnarkassa.

Líftími ljósgjafans er um 25.000 klst. Það samsvarar tuttugu árum ef ljósið er notað þrjár klukkustundir á dag.

Varan er CE merkt.

Virkar með IKEA Home smart.

Litendurgjöf (CRI): >90.

Þarfnast mögulega sérmeðhöndlunar við förgun. Vinsamlega athugaðu reglur á þínu svæði.

Selt sér:

TRÅDFRI fjarstýring er seld sér.

Samsetning og uppsetning:

Þarf að tengja.

Virkni:

Rafspenna: 220-240 V.

Öryggi og eftirlit:

Í sumum löndum má aðeins viðurkenndur rafvirki setja upp raflagnir og rafbúnað. Hafðu samband við viðeigandi stofnun fyrir nánari upplýsingar.

Þvermál gats: 10 cm

Ljósstreymi: 600 Lumen

Dýpt: 8 cm

Þvermál: 12 cm

Orkunotkun: 9 W

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt