Vörumynd

Í orðamó

Í orðamó heitir ný ljóðabók eftir Sigurð Ingólfsson skáld og bókmenntafræðing. Þetta er níunda bók höfundar. Bókin skiptist í þrjá kafla. Í miðkaflanum, sem ber heitið Tjarnarbraut, eru 26 hækur um vegferð mannsins og kærleikann. Hækukaflinn er prýddur líflegum litmyndum höfundar.

Í þriðja erindi kvæðisins Yrkja í fyrsta hluta bókarinnar segir:

Rímið flissa...

Í orðamó heitir ný ljóðabók eftir Sigurð Ingólfsson skáld og bókmenntafræðing. Þetta er níunda bók höfundar. Bókin skiptist í þrjá kafla. Í miðkaflanum, sem ber heitið Tjarnarbraut, eru 26 hækur um vegferð mannsins og kærleikann. Hækukaflinn er prýddur líflegum litmyndum höfundar.

Í þriðja erindi kvæðisins Yrkja í fyrsta hluta bókarinnar segir:

Rímið flissar
undir sófanum,
kíkir næstum því feimið
fram í stofuna
þar sem virðast vera slagsmál.
Stuðlarnir eru með eintóma stæla
höfuðstafurinn bíður í stóískri ró.
Svo glottir rímið
og laumast burt
líklegast inn í búr
af því það veit
að í neyð
er kallað á það.

Bókinni fylgir forn bölvun sem lögð er á bókaþjófa þar sem þeim er lofað eilífum vítislogum og að hver stolin blaðsíða verði sem spóluormur í sálu þjófsins.

Verslaðu hér

  • Forlagið
    Forlagið bókaútgáfa 575 5600 Fleiri en ein verslun
  • Penninn
    Penninn Eymundsson 540 2000 Fleiri en ein verslun

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt