Vörumynd

Patchwork Doodle

Patchwork Doodle er rúllað-og-ritað útgáfa af Patchwork , þar sem hver leikmaður er með sitt 9x9 reita blað til að fylla. Hver leikmaður stillir upp með því að draga spil úr bunkanum og teikna það ...
Patchwork Doodle er rúllað-og-ritað útgáfa af Patchwork , þar sem hver leikmaður er með sitt 9x9 reita blað til að fylla. Hver leikmaður stillir upp með því að draga spil úr bunkanum og teikna það á blaðið sitt. Í hverri umferð leggja leikmenn út nokkur spil í hring, og setja svo kanínuna á milli tveggja spila. Í umferð, þá kastar einhver teningnum, hreyfir kanínuna áfram, og tekur svo spilið sem kanínan gefur til kynna. Þá eiga allir leikmenn að teikna formið á spilinu á blaðið sitt. Þegar ákveðnum fjölda spila hefur verið náð, er umferðinni lokið, leikmenn skora stig, og fleiri spil eru lögð út fyrir næstu umferð. Hver leikmaður er með fjórar sérstakar aðgerðir í spilinu: Þú mátt velja að taka spilið á undan eða eftir því sem var valið; þú mátt klippa form í tvo búta sem þú teiknar í stað eins; þú mátt fylla í 1x1 reit á blaðinu; og þú mátt endurtaka eina af aðgerðunum einu sinni. Þegar þú velur eina þessara aðgerða, þá merkir þú við það á blaðinu þínu, því hverja þeirra máttu aðeins gera einu sinni (nema þá sem þú velur að gera í annað skiptið). Þú missir stig fyrir hvern reit á blaðinu sem þú fyllir ekki út, svo reyndu að pakka þessu eins þétt og þú getur. https://youtu.be/pUqE8AumZ5w

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt