Vörumynd

Codenames Deep Undercover 2.0

Stranglega bannað börnum! Eruð þið tilbúin til að kafa ofan í myrkustu afkima huga ykkar? Codenames Deep Undercover 2.0 er eins og grunnspilið Codenames að því leyti að leikmenn skipta sér í lið og leika njósnameistara sem gefa vísbendingar og njósnara sem reyna að giska á rétt orð. Útgáfa 2.0 er uppfærð og meira straumlínulaga en fyrri útgáfan. Munurinn er sá að Codenames Deep Undercover 2.0 inn…
Stranglega bannað börnum! Eruð þið tilbúin til að kafa ofan í myrkustu afkima huga ykkar? Codenames Deep Undercover 2.0 er eins og grunnspilið Codenames að því leyti að leikmenn skipta sér í lið og leika njósnameistara sem gefa vísbendingar og njósnara sem reyna að giska á rétt orð. Útgáfa 2.0 er uppfærð og meira straumlínulaga en fyrri útgáfan. Munurinn er sá að Codenames Deep Undercover 2.0 inniheldur dulnefni sem eru alls ekki við hæfi barna undir 18 ára aldri! Vísbendingar njósnameistarans og hugmyndaflug njósnarana þurfa að leggjast á lægsta plan þar sem báðir aðilar geta skoðað undirheima huga sinna og samfélagsins. Látið fúkyrði og villtar fantasíur fljúga og gefið ykkur lausan tauminn með Codenames Deep Undercover 2.0 ! Hentar 4-8 leikmönnum, 18 ára og eldri. Athugið að spilið er á ensku.

Verslaðu hér

  • Spilavinir
    Spilavinir ehf 553 3450 Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.