Vörumynd

Sjálfstætt fólk - með nútímastafsetningu

Höfundur: Halldór Laxness

„Það er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er sag...

Höfundur: Halldór Laxness

„Það er til í útlendum bókum ein heilög saga af manni sem varð fullkominn af því að sá í akur óvinar síns eina nótt. Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar síns allt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu.“

Saga hins þrjóska einyrkja, Bjarts í Sumarhúsum, og baráttu hans við allt og alla er bæði þjóðleg og alþjóðleg saga um hlutskipti fátæks fólks í hörðum heimi, en það eru ekki síst magnaðar persónulýsingar og djúpur mannskilningur höfundarins sem gera hana að einstöku bókmenntaverki.

Sjálfsætt fólk er að öllum líkindum þekktasta skáldsaga Halldórs Laxness. Hún kom fyrst út í tveimur bindum 1931-1935 og hefur verið gefin út margsinnis síðan á ótal tungumálum. Þessi útgáfa sögunnar er með venjulegri nútímastafsetningu og orðskýringum, en hvoru tveggja er ætlað að gera hana aðgengilegri fyrir lesendur.

Orðskýringar bókarinnar má nálgast hér .

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt