Öryggisblað Weber floor 4160 Fine Flow Rapid
Tækniblað. Weber Floor 4160 Fine Flow Rapid 25 kg. pdf
Weber 4160 Fine Flow Rapid er dælanlegt, hraðþornandi flotefni sem er auðvelt í ...
Öryggisblað Weber floor 4160 Fine Flow Rapid
Tækniblað. Weber Floor 4160 Fine Flow Rapid 25 kg. pdf
Weber 4160 Fine Flow Rapid er dælanlegt, hraðþornandi flotefni sem er auðvelt í meðförum – inni þunnflot. Hentar í íbúðarhúsnæði, á skrifstofum, iðnaðargólfum, og hvarvetna sem gerðar eru kröfur um mikinn styrk og stuttan vinnslutíma. Ekki er þörf á frekari yfirborðsmeðhöndlun, svo sem slípun eða fínspörtlun. Efnið er þurrefni í 25kg pokum sem er blandað vatni á byggingarstað. Stuttur þurrktími leyfir lögn á dúk eða parketi eftir 12- 24 klst. Flísar má leggja með sementsbundnum límum daginn eftir flotun.
ATH. 5% PALLA AFSLÁTTUR
Notkunarsvið
Weber 4160 hentar í íbúðarhúsnæði, á skrifstofum, iðnaðargólfum, og hvarvetna sem gerðar eru kröfur um mikinn styrk og stuttan vinnslutíma.
Undirvinna
Undirlagið skal vera hreint og laust við lausan múr, sementslamma, raka, fitu og önnur óhreinindi, og þarf að þola togkraft allt að 1,0 MPa. Ef flota á yfir lakkað gólf, skal slípað yfir með sandpappírs-slípivél og lakkið mattað. Grunnið með Weber Floor 4716 1:1, stráið þurru efni í blautan grunninn og kústið saman. Látið þorna og þá er undirlagið tilbúið undir flotun.
Grunnur
Grunna skal með Weber Floor 4716 og blanda hann 1 hluti grunnur og 3 hlutar vatn. Sjá nánari leiðbeiningar.
Blöndun og lögn
Vatnsmagn er 21% eða 5,25 lítrar í 25 kg. poka. Blandið saman með hæggengri borvél þar til viðunandi seigju er náð. Ef dæla á efninu, leitið þá upplýsinga hjá söluaðila. Mælið flotið í efninu (samkv. SS 923519) með hring sem er 50x22mm. Skal þá flotið í efninu vera 155-165mm. Athugið alltaf við flotprufu hvort efnið sé nægjanlega vel hrært.
Ásetning
Flotinu er dælt með þar til gerðri múr/flotdælu. Efnið er lagt í þunnu lagi fram og til baka eftir gólfinu. Hámarksbreidd á svæði er 8m. Á breiðari svæðum þarf að skilja að með svamplista. Draga þarf tenntan spaða eftir yfirborðinu til að losa um loft og koma í veg fyrir loftbólur. Ef þarf að flota í tveimur umferðum, þurfa að líða ca 12klst á milli umferða