Vörumynd

Small World Sky Islands

Small Worlds: Sky Islands er viðbót við hið frábæra Small Worlds og bætir 7 nýjum kynþáttum og kröftum við grunnspilið. Það gefur líka þessu kynþáttum — og öllum þeim sem á undan komu — ný svæði til að berjast um. Í byrjun spilsins setjið þið Sky Islands borðið þannig að það sýnir annað hvort tvær eða þrjár eyjar á himninum (þið ráðið), svo notið þið Small World borðið eins og þið væruð að spil...
Small Worlds: Sky Islands er viðbót við hið frábæra Small Worlds og bætir 7 nýjum kynþáttum og kröftum við grunnspilið. Það gefur líka þessu kynþáttum — og öllum þeim sem á undan komu — ný svæði til að berjast um. Í byrjun spilsins setjið þið Sky Islands borðið þannig að það sýnir annað hvort tvær eða þrjár eyjar á himninum (þið ráðið), svo notið þið Small World borðið eins og þið væruð að spila með einum færri leikmanni, þ.e. notið fjögurra manna borð þegar fimm manns eru að spila. Næst setjið þið innganginn að Himnaeyjunum — baunagrasið og stigann — á mismunandi svæði á borðinu. Þegar kynþáttur er á öðrum þessara innganga, þá geta þeir reynt að sigra svæði á Himnaeyjunum sem sýna sama tákn. Ekki er hægt að byrja að ráðast á Himnaeyjurnar fyrr en kraftur leikmanna býður sérstaklega upp á það. Ef þú ert með öll svæði Himnaeyju, þá færðu aukapening í lok umferðar.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt