Vörumynd

Hólmari - Fullorðins peysa

Kind Knitting

Um peysuna:

Eftir margar beiðnir ákvað ég loksins að hanna og prjóna peysu á manninn minn. Hann er ansi kröfuharður og setti ýmis skilyrði. Úr varð þessi fína peysa úr Úlfi frá Kind garn, sem er í síðari kantinum, smart og passar við gallabuxur en er líka hlý og hægt að nota í staðin fyrir lopapeysu.

Hólmari er prjónuð slétt, í hring ofanfrá og niður. Peysan er útprjónuð að framan, m…

Um peysuna:

Eftir margar beiðnir ákvað ég loksins að hanna og prjóna peysu á manninn minn. Hann er ansi kröfuharður og setti ýmis skilyrði. Úr varð þessi fína peysa úr Úlfi frá Kind garn, sem er í síðari kantinum, smart og passar við gallabuxur en er líka hlý og hægt að nota í staðin fyrir lopapeysu.

Hólmari er prjónuð slétt, í hring ofanfrá og niður. Peysan er útprjónuð að framan, með gatamunstri (eyelet) sem minnir á kaðla. Til að prjóna Hólmara þarf auk garns og prjóna nokkur prjónamerki og auðvitað stoppunál fyrir frágang.

Stærðir: S/M, M/L, L/XL, 2XL

Garn : Úlfur frá Kind garn, 500, 600, 700, 800 gr.

Prjónfesta: 15 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 2 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).
Sú einkunn kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar mynstrið er prjónað.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt