Vörumynd

Efni og orkar (NÁT 123)

Efni og orkar (NÁT 123).
Höfundar: Benedikt I. Ásgeirsson, Inga Dóra, Ingi og Ólafur.
Lýsing: Tækni og vísindi eru umgjörð og drifkraftur nútíma samfélags. Telja má víst að fáir kæri sig u...
Efni og orkar (NÁT 123).
Höfundar: Benedikt I. Ásgeirsson, Inga Dóra, Ingi og Ólafur.
Lýsing: Tækni og vísindi eru umgjörð og drifkraftur nútíma samfélags. Telja má víst að fáir kæri sig um að skipta á þessari umgjörð um líf okkar fyrir eitthvað annað sem var í boði áður en vísindin hófu að umskapa heim okkar.
Farartæki okkar byggast á vísindum og tækni. Einnig boðskipti og gagnageymsla, fréttamiðlun og tómstundir, læknisfræðin, matvælaframleiðsla, könnun umheimsins og þannig má áfram telja. En þetta er ekki sjálfgefið. Viðhald og þróun vísinda og tækni í almannaþágu krefst sífellds átaks og mikils fjölda vel menntaðra og úrræðagóðra vísindamanna, verkfræðinga og tæknifræðinga í öllum greinum raunvísinda.
Efnisheimurinn, lögmál hans og undur verða seint fullkönnuð. Þeir sem hafa eðlislæga forvitni til að bera munu um ókomna tíð rýna æ dýpra inn í heim efniseindanna og út í víðáttur geimsins. Verkefnin eru ærin og úrræðagóðir iðkendur raunvísinda geta borið mikið úr býtum fyrir samfélagið og uppskorið innihaldsríkt líf.
Þessi bók er inngangur að efnafræði og eðlisfræði. Umfjöllunarefnið er aflfræði og rafmagnsfræði, frumefnin, lotukerfið og efnatengi, lífræn efni og orkan. Einnig er fjallað um orkulindir Íslands og nýtingu þeirra, og lofthjúp jarðar. Í bókinni er einnig yfirlit yfir sögu vísindanna. Aftan við hvern kafla eru verkefni. Uppsetning bókarinnar er miðuð við að hún nýtist sem kennslubók, en hún getur einnig gagnast almennum lesanda til fróðleiks.
Aftast í bókinni eru skilgreiningar lykilorða í stafrófsröð þar sem jafnframt eru gefin upp ensk heiti þeirra. Stuttar rammagreinar eru hér og hvar, þar sem ýmsa fróðleiksmola er að finna.
Útgefandi: Leturprent, kilja, 199 bls.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt