Vörumynd

Siðfræði lífs og dauða

Siðfræði lífs og dauða.
Höfundur: Vilhjálmur Árnason.
Lýsing: Þetta vandaða og vinsæla rit kemur nú út í nýrri og endurbættri útgáfu. Höfundur fjallar um öll helstu siðferðileg álitamál í h...
Siðfræði lífs og dauða.
Höfundur: Vilhjálmur Árnason.
Lýsing: Þetta vandaða og vinsæla rit kemur nú út í nýrri og endurbættri útgáfu. Höfundur fjallar um öll helstu siðferðileg álitamál í heilbrigðisþjónustu á ítarlegan en aðgengilegan hátt. Höfundur greinir ýmis lykilhugtök mannlegs siðferðis og leitast við að jarðtengja þau með umfjöllun um einstök vandamál sem upp koma við umönnun sjúkra og deyjandi, og við mótun heilbrigðisstefnu. Rætt er um mál á borð við þagnarskyldu, réttindi sjúklinga, rannsóknir á fólki, fósturgreiningu, fóstureyðingar, líffæraflutninga, líknardráp og réttláta heilbrigðisþjónustu. Í þessari nýju útgáfu tekst höfundur jafnframt á við nokkrar þeirra spurninga sem erfðarannsóknir hafa vakið á undanförnum árum. Rauði þráðurinn í málflutningi Vilhjálms er krafan um að virða sjúklinginn sem manneskju. Í því skyni þurfi fagfólk í heilbrigðisþjónustu að temja sér samráð við sjúklinga, ástunda samræður sem miða að gagnkvæmu trausti.
Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut höfundur viðurkenningu Hagþenkis 1993 fyrir mikilsverð fræðastörf.
Útgefandi: Háskólaútgáfan, 379 bls., 2003.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt