Vörumynd

Peloponnesian War

Hið gamla verður nýtt á nýjan leik. Peleponesian War er ný, slípuð og uppfærð útgáfa af gömlum demanti. Herkænskuspil sem á sér stað í fornöld gefur þér færi á að stjórna niðurlögum stríðsins. Spilið er með einstakar einmenningsreglur, sem gera þig að þínum mesta andstæðingi. Ef leikkerfið er að sigra þig, þá neyðist þú til að halda áfram að stjórna hinum veika. Ef þér gengur vel, þá gætir þú þ...
Hið gamla verður nýtt á nýjan leik. Peleponesian War er ný, slípuð og uppfærð útgáfa af gömlum demanti. Herkænskuspil sem á sér stað í fornöld gefur þér færi á að stjórna niðurlögum stríðsins. Spilið er með einstakar einmenningsreglur, sem gera þig að þínum mesta andstæðingi. Ef leikkerfið er að sigra þig, þá neyðist þú til að halda áfram að stjórna hinum veika. Ef þér gengur vel, þá gætir þú þurft að skipta um lið og reyna að byggja upp herinn sem þú varst að rífa niður. Lengd stríðsins, ásamt sigurganga leikmannsins ræður úrslitum í spilinu. Á sinn hátt er verið að spila gegn sjálfum sér í klassískri hefð grískra harmleikja. Sagan hefst í Archadameian stríðinu árið 431 fyrir Krist, og henni lýkur við fall Aþenu árið 404. Hershöfðingjar, landherinn og sjóherinn eru undir þinni stjórn, til að senda í bardaga og reyna að ljúka stríðinu með þínum sigri. Gættu að því að ef þú veikir andstæðinginn um of, þá gerir þú eigin framtíð enn erfiðari. Hér að neðan er farið yfir innihald kassans og lauslega litið yfir reglurnar. https://youtu.be/4Xozo8VIGME

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

  • Spilavinir
    11.260 kr.
    Skoða
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt