Vörumynd

Rúnni Júl - "Með grátt í vöngum"

Kind Knitting

Um peysuna:

Barna peysan fékk viðtökur sem ég átti alls ekki von á, alveg hreint ótrúlegar. Strax var byrjað að spyrja eftir fullorðins peysu og ég fitjaði upp. Það er þó ekki alveg þrautarlaust að gera uppskrift sem er klæðileg í svo mörgum stærðum, en það tókst, loksins. Fullorðins Rúnni Júl er hugsaður fyrir bæði kynin, plain á herra og með boyfriend sniði á kvenkynið, frekar stór og…

Um peysuna:

Barna peysan fékk viðtökur sem ég átti alls ekki von á, alveg hreint ótrúlegar. Strax var byrjað að spyrja eftir fullorðins peysu og ég fitjaði upp. Það er þó ekki alveg þrautarlaust að gera uppskrift sem er klæðileg í svo mörgum stærðum, en það tókst, loksins. Fullorðins Rúnni Júl er hugsaður fyrir bæði kynin, plain á herra og með boyfriend sniði á kvenkynið, frekar stór og víð.

Rúnni Júl er prjónaður ofan frá og niður með klassísku bubbluprjóni í framstykki og skemmtilegum smáatriðum sem setja punktinn yfir i-ið

Stærðir: XXS-3XL

Garn : 450, 450, 500, 550, 600, 700,  750, 800 gr. af Úlfi frá Kind garn . Einnig má nota sambærilegt svo sem Léttlopa eða annað garn með svipaða prjónfestu en hafa þarf í huga að garnmagn er miðað við 90m/50g.

Einnig má nota hvaða annað garn sem er, sem passar prjónfestunni. Athugið þó að magnið getur breyst ef annað garn er notað.

Prjónfesta: 17 lykkjur á 10 cm í sléttu prjóni.

Að mati prufuprjónara er þetta í erfiðleikastigi 3,5 (af 5 mögulegum, þar sem 1 er afar auðvelt, og 5 er mjög erfitt).
Sú einkunn kemur til af þeirri einbeitingu sem þörf er á þegar mynstrið er lagt niður í upphafi, auk þess sem ekki allir eru vanir því að prjóna peysur ofanfrá og auka út í berustykki í stað þess að taka úr eins og venjan er.

Verslaðu hér

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt