Vörumynd

Sjálfstætt fólk - Skiptibók

Sjálfstætt fólk, kilja.
Ath.: Notuð bók - Skiptibók!
Höfundur: Halldór Laxness.
Lýsing: Sjálfstætt fólk er saga einyrkjans Bjarts í Sumarhúsum og veitir einstæða innsýn í líf íslensku þj...
Sjálfstætt fólk, kilja.
Ath.: Notuð bók - Skiptibók!
Höfundur: Halldór Laxness.
Lýsing: Sjálfstætt fólk er saga einyrkjans Bjarts í Sumarhúsum og veitir einstæða innsýn í líf íslensku þjóðarinnar á fyrri hluta aldarinnar. Þegar sagan kom fyrst út var hún glóandi innlegg í stjórnmálabaráttu samtímans og mjög umdeild, en telst nú til mestu dýrgripa í menningarsögu Íslendinga.
Til að halda sjálfstæði sínu berst Bjartur í Sumarhúsum harðri baráttu við sjálfan sig, fjölskyldu sína, valdhafana og jafnvel höfuðskepnurnar. Í bókinni eru þessi ályktunarorð dregin af lífsstríði hans: " Sagan af Bjarti í Sumarhúsum er saga mannsins, sem sáði í akur óvinar sins allt sitt líf, dag og nótt. Slík er saga sjálfstæðasta mannsins í landinu.?
Sjálfstætt fólk er í hópi vinsælustu skáldverka Halldórs Laxness og var kosin besta skáldsaga aldarinnar árið 1999. Sagan kom fyrst út á árunum 1934-35, í tveimur hlutum. Í þessari bók birtist fyrri hluti verksins.
Útgefandi: Vaka-Helgafell.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt