Vörumynd

Skuggasól

,,Á unglingsárunum var mamma dugleg að minna okkur á að við dæturnar fimm ættum að ná okkur í góða menn sem gætu séð vel fyrir heimilinu og okkur."

Björg Guðrún Gísladóttir var villuráfandi í myrkri unglingsáranna með brotna sjálfsmynd, áföll bernskuáranna í farteskinu og vissi ekki hvert hún átti að halda í lífinu. Hún tók þátt í keppninni um Ungfrú Ísland, hún náði sér í kærasta til að get…

,,Á unglingsárunum var mamma dugleg að minna okkur á að við dæturnar fimm ættum að ná okkur í góða menn sem gætu séð vel fyrir heimilinu og okkur."

Björg Guðrún Gísladóttir var villuráfandi í myrkri unglingsáranna með brotna sjálfsmynd, áföll bernskuáranna í farteskinu og vissi ekki hvert hún átti að halda í lífinu. Hún tók þátt í keppninni um Ungfrú Ísland, hún náði sér í kærasta til að geta flutt að heiman en hver var hún og hvað vildi hún sjálf?

Leið Bjargar frá stefnulausri unglingsstelpu yfir í stolta, þroskaða konu sem er sátt við sjálfa sig og fortíðina var langt frá því þrautalaus. Að baki er ferðalag yfir þveran hnöttinn í leit að hamingjunni, hjónabönd sem biðu skipbrot, hún yfirgaf einbýlishús drauma sinna og hélt út í óvissuna, barðist við forboðnar tilfinningar sem hún horfðist loks í augu við og fann síðan sólina - og sjálfa sig - á óvæntum stað.

Björg Guðrún Gísladóttir vakti þjóðarathygli fyrir minnigarsögu sína Hljóðin í nóttinni um uppvöxtinn í Höfðaborginni. Bókin olli miklu uppnámi í samfélaginu o gvar tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Í Skuggasól skrifar hún sögu sína í látlausum en áhrifaríkum texta sem lifa mun lengi í huga lesandans.

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt