Spilið á sér stað í hinni fornu borg Ragusa (sem núna heitir Dubrovnik), þar sem leikmenn byggja upp þessa 15. aldar borg, hennar miklu turna, og verslun við Austrið. Leikmenn byggja hús á bilum milli þriggja sexhyrninga, fá aðgang að landsins gæðum (í sveitinni) og aðgerðum (í borginni) sem þýðir að hvert hús virkar eins og vinnumaður sem, þegar hann er lagður á sinn stað, virkjar þrjá staði í e…
Spilið á sér stað í hinni fornu borg Ragusa (sem núna heitir Dubrovnik), þar sem leikmenn byggja upp þessa 15. aldar borg, hennar miklu turna, og verslun við Austrið. Leikmenn byggja hús á bilum milli þriggja sexhyrninga, fá aðgang að landsins gæðum (í sveitinni) og aðgerðum (í borginni) sem þýðir að hvert hús virkar eins og vinnumaður sem, þegar hann er lagður á sinn stað, virkjar þrjá staði í einu. Leikmenn nota afurðir til að byggja byggingar, versla og smíða verðmætan varning – sem er verðlagður á mismunandi hátt eftir skipum sem koma og fara frá höfninni. Í borginni fá leikmenn aðgang að aðgerðum, þar sem hver staðsetning táknar aðgerðirnar þrjár sem umkringja hana. Þessi einfalda vinnumanna-aðferð opnar fyrir mikla hugsun þar sem hver bygging í kringum virkjar ekki aðeins húsin sem þú hefur byggt, heldur getur hún líka virkjað hús annarra leikmanna, sem getur gefið mikilvægar aðgerðir, þó þeir eigi ekki leik. Spilinu lýkur þegar einn leikmaður hefur lagt öll húsin sín niður. Leikmaðurinn sem fær flest stig sigrar.