Vörumynd

(2007 rauð) Íslensk málsaga - Skiptibók

Íslensk málsaga.
Ath.: Notuð bók - Skiptibók!
Höfundur: Sölvi Sveinsson.
Lýsing: Í þessari kennslubók er kappkostað að draga fram þær hliðar málsögunnar sem helst vekja áhuga nemenda. Sm...
Íslensk málsaga.
Ath.: Notuð bók - Skiptibók!
Höfundur: Sölvi Sveinsson.
Lýsing: Í þessari kennslubók er kappkostað að draga fram þær hliðar málsögunnar sem helst vekja áhuga nemenda. Smáatriðin eru því ekki í aðalhlutverki heldur meginstraumar og skilningur á því hvernig mál þróast og hvers vegna.
Í 1. kafla er meðal annars fjallað um hvað getur breyst í tungumáli, mismunandi mállýskur, tengsl máls og ríkis og stöðu tungumála í heimi þar sem landamæri verða sífellt minni hindrun. Í 2. kafla er litið allt aftur til indóevrópumanna. Fjallað er um skyldleika germanskra og norrænna mála og kynnt til sögunnar þau vatnaskil sem urðu með germönsku hljóðfærslunni og stóra brottfalli. Í 3. kafla segir af víkingum og landnámsöld og í framhaldi af því er sögu íslenskunnar skipt upp í nokkur tímabil og bent á helstu strauma sem hafa áhrif á íslensku á hverjum tíma. Næstu kaflar fjalla um afmörkuð svið málsins: orðaforðann og þróun hans, breytingar á framburði og hljóðkerfi og mismunandi stíl á ólíkum tímum.
Iðunn, 159 bls.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt