Bókin Hið ljúfa læsi fjallar um læsi og læsiskennslu í 1. 10. bekk. Hún er skrifuð sem handbók í læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema.
Tveir kaflanna fjalla um Byrjendalæsi og Fluglæsi sem kynnt er hér í fyrsta sinn. Fluglæsi tekur við í 3. bekk af Byrjendalæsi og nær upp í 10. bekk. Sýnishorn af kennsluáætlunum fylgja með ásamt verkefnum fyrir nemendur. Við ritun ...
Bókin Hið ljúfa læsi fjallar um læsi og læsiskennslu í 1. 10. bekk. Hún er skrifuð sem handbók í læsiskennslu fyrir kennara og kennaranema.
Tveir kaflanna fjalla um Byrjendalæsi og Fluglæsi sem kynnt er hér í fyrsta sinn. Fluglæsi tekur við í 3. bekk af Byrjendalæsi og nær upp í 10. bekk. Sýnishorn af kennsluáætlunum fylgja með ásamt verkefnum fyrir nemendur. Við ritun bókarinnar var leitað í smiðju fjölda erlendra fræðimanna sem hafa rannsakað árangursríka læsiskennslu. Leitast er við að kynna hagnýtar leiðir í kennslu sem taka mið af þessum rannsóknum. Inn í læsiskennslu fléttast námsaðlögun, samvinnunám, samræða í námi, félagastuðningur, áætlanagerð, sjálfstæð vinnubrögð og athafnamiðað nám. Á minnislykli sem fylgir bókinni er fjöldi verkefna og stoðkorta fyrir nemendur, ásamt efni fyrir kennara.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.