Vörumynd

Innflytjandinn

Innflytjandi finnst látinn úti í Örfirisey á dimmum og köldum febrúardegi.  Um sömu helgi verða landsmenn helteknir af hvarfi ungrar, íslenskrar stúlku sem gufar sporlaust upp í myrkrinu, snjónum og ófærðinni.

Hildur Haraldsdóttir sem búið hefur í New York um árabil kemur til Íslands með jarðneskar leifar vinar síns til að uppfylla hans hinstu ósk.  Hún hefur þýtt Kóraninn á íslensku og leit…

Innflytjandi finnst látinn úti í Örfirisey á dimmum og köldum febrúardegi.  Um sömu helgi verða landsmenn helteknir af hvarfi ungrar, íslenskrar stúlku sem gufar sporlaust upp í myrkrinu, snjónum og ófærðinni.

Hildur Haraldsdóttir sem búið hefur í New York um árabil kemur til Íslands með jarðneskar leifar vinar síns til að uppfylla hans hinstu ósk.  Hún hefur þýtt Kóraninn á íslensku og leitar lögreglan ráða hjá henni í tengslum við lát innflytjandans. Sjálf á hún undir högg að sækja vestan hafs og sogast nú að auki  inn í íslenskt skammdegi.

Innflytjandinn er mögnuð skáldsaga um mátt og árekstur menningarheima, um vegi ástarinnar og óblíð örlög, um lystisemdir lífsins, vonir manna og vonbrigði.

Verðlaunahöfundurinn Ólafur Jóhann Ólafsson hlaut einróma lof fyrir sína síðustu bók, Sakramentið, sem fór í efstu sæti metsölulista. Í Innflytjandanum sýnir hann allar sínar bestu hliðar og í stórbrotinni sögu sem kemur á óvart.

„Algjörlega mögnuð ... vel skrifuð, spennandi flétta ... lukkast feikilega vel hjá Ólafi ... rennur eins og bráðið smér ... Verulega flottt bók.“ Sigurlaug Halldórsdóttir, Rás 1

Verslaðu hér

  • Bjartur og Veröld
    Bjartur og Veröld ehf - bókaforlag 414 1450 Vesturvör 30b, 200 Kópavogi

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt