Vörumynd

Saga eftirlifenda, Höður og Baldur - Skiptibók

Saga eftirlifenda – Höður og Baldur.
Ath.: Notuð bók - Skiptibók!
Höfundur: Emil Hjörvar Petersen.
Lýsing: Fyrsta bindið í fantasíuþríleik sem kom út hjá Nykri um haustið 2010. Þar með v...
Saga eftirlifenda – Höður og Baldur.
Ath.: Notuð bók - Skiptibók!
Höfundur: Emil Hjörvar Petersen.
Lýsing: Fyrsta bindið í fantasíuþríleik sem kom út hjá Nykri um haustið 2010. Þar með var Emil Hjörvar kominn í hóp brautryðjenda, því lítið hafði kveðið að fantasíuskrifum á Íslandi fram að því.
Saga eftirlifenda fjallar um æsina og bræðurna Höð og Baldur – þann blinda og þann hvíta. Atburðarásin á sér stað 7010 árum eftir Ragnarök, og hefst í nokkurs konar hliðstæðri útgáfu af Íslandi og miðausturlöndum nútímans. Brátt fer sagan þó að teygja anga sína víðar. Bræðurnir tveir eru á meðal þeirra sem eftir standa í kjölfar Ragnaraka, og eru hvor með sínum hætti á höttunum eftir að endurheimta æsku sína. Myrk og máttug öfl sem stýrt er af öðrum eftirlifendum Ragnaraka láta þó fljótlega á sér kræla, og framtíð mannkynsins er harla tvísýn ef enginn grípur í taumana.
Emil sækir í brunn hins norræna goðheims, en í sögunni bregður einnig fyrir persónum og minnum úr grískri og persnerskri goðafræði.
Útgefandi: Nykur, 2010.

Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um breytingar og villur. Upplýsingar á síðu söluaðila gilda.

Verslanir

Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt