Vörumynd

Lærum og leikum með hljóðin - Framburðabók

Lærum og leikum með hljóðin - Framburðabók.
Lýsing: Lærum og leikum með hljóðin er framburðarbók sem ætti að vera til á öllum heimilum þar sem börn búa. Bókin er ætluð börnum og einstaklingum...
Lærum og leikum með hljóðin - Framburðabók.
Lýsing: Lærum og leikum með hljóðin er framburðarbók sem ætti að vera til á öllum heimilum þar sem börn búa. Bókin er ætluð börnum og einstaklingum sem eru að byrja hljóðmyndun og læra málhljóð í íslensku. Hún byggir á aðferð sem Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur hjá Talþjálfun Reykjavíkur, hefur þróað í rúmlega 20 ár í starfi með börnum, foreldrum og kennurum, sem talmeinafræðingur á Íslandi. Allt myndefni sem er einstaklega vandað og skemmtilegt, er hannað og teiknað af Búa Kristjánssyni. Efnið hentar sérstaklega vel til leiðbeiningar fyrir foreldra og kennara sem vilja vinna með framburð á einfaldan hátt hjá börnum. Aðferðafræðin sem Bryndís styðst við hefur reynst vel í hljóðainnlögn hjá öllum börnum. Efnið er þannig gert að það hentar einnig mjög vel heyrnarskertum börnum og einstaklingum af erlendum uppruna sem eru að læra málhljóðin og ný orð í íslensku. Börn sem hafa æft og lært hljóðin eftir táknmyndum bókarinnar hafa jafnframt styrkt hljóðkerfisvitund sína og lestrarfærni. Aðferðafræði og efnistök í Lærum og leikum með hljóðin, hafa slípast og þróast í fjölda ára í samstarfi við aðra talmeinafræðinga, foreldra og leikskóla víða um land. Ef foreldrar hafa áhyggjur af framburði barna sinna er kjörið að byrja að vinna með bókina, áður en lengra er haldið.
Hvernig er efnið sett upp í bókinni? Aðferðafræðin felst í því að í innlögn og leik með hljóð er hljóðið tengt við ákveðna táknmynd s.s. mótorbáturinn lýsir P hljóðinu = ph,; S.... heyrist þegar springur á bílnum o.s.frv. Máni og Maja fylgja lesandanum/þeim sem skoðar í gegnum bókina. Þau fræðast um og leika með hljóðin og hljóðakeðjur og fara svo yfir í orð. Stóra táknmyndin er til að minna á hvaða hljóð er verið að leika með og þjálfa í hvert skipti.
Hvernig er uppröðun hljóðanna? Röð hljóðanna í bókinni byggir á þeim rannsóknum á hljóðþróun íslenskra barna sem til eru og reynslu talmeinafræðinga á því hversu auðvelt er að kenna og þjálfa ákveðin hljóð. Því er hægt að byrja á fyrsta hljóðinu (B) og halda áfram út alla bókina sem endar á Hn hljóðinu.
Hljóðin eru æfð í framstöðu orða þar sem við á, auk þess sem algengustu frávik í framburði eldri barna eru tekin með þ.e. S og R framburður er æfður í fram - mið og bakstöðu orða. (Ð - aftast og í miðju)
Ítarlegri upplýsingar um fyrir hverja " Lærum og leikum með hljóðin" er ?
Öll heimili þar sem börn eru
Börn sem eru að byrja tal og hljóðmyndun (forskólaaldur)
Börn með frávik í framburði ( forskóli - grunnskóli þar sem við á)
Börn með heyrnarskerðingu (allur aldur)
Börn og einstaklingar af erlendum uppruna sem eru að byrja að læra íslensku (allur aldur)
Börn með slaka hljóðkerfisvitund (allur aldur)
Framburðarbókin er hentug flettibók (alls 34 bls.) með þykkum plasthúðuðum blaðsíðum, til að þola ásókn lítilla handa og jafnvel smá vætu.
Prentsmiðjan Oddi prentaði.
Útgefandi: Bryndís Guðmundsdóttir, talmeinafræðingur M.A. CCC - SLP.
Raddlist
Já notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Já uppfært persónuverndarstefnu sína. Nánar um stefnuna og vefkökur hér.
Samþykkt